Sækja um vörumerki
Hvað þarftu að gera til að skrá vörumerkið þitt?

Vörumerkið verður að:
- Hafa aðgreiningarhæfi, þ.e. vera til þess fallið að greina vörur eða þjónustu eiganda þess frá vörum eða þjónustu annarra.
-
Hafa sérkenni, þ.e. vera nægjanlega sérkennilegt svo það skapi tengingu sem vörumerki.
Vörumerkið má ekki:
- Lýsa tegund vöru eða þjónustu, ástandi, magni, notkun, verði, uppruna, eiginleikum o.fl.
- Villa fyrir neytendum um tegund vöru eða þjónustu, ástand, magn, notkun, verð, uppruna, eiginleika o.fl.
- Vera algengt tákn eða orð sem algengt er í viðskiptum eða notað í daglegu máli.
- Innihalda opinber tákn s.s. fána eða skjaldamerki, nema að fengnu sérstöku leyfi*.
- Vera of líkt skráðu vörumerki eða heiti á fyrirtæki annars aðila.
- Fara gegn höfundarétti annars aðila.
Leitaðu í vörumerkjagagnagrunnum
Í vörumerkjaleitarvél Hugverkastofu getur þú fundið öll vörumerki sem eru skráð á Íslandi í dag.
Þó að vörumerki finnist ekki í leitarvél þá þýðir það ekki endilega að það sé ekki í notkun.
Vörumerkjaleitarvél Hugverkastofunnar
Þarftu aðstoð?
Hugverkastofan býður upp á samanburðarleit fyrir vörumerki gegn gjaldi. Einnig getur verið gott að leita sér aðstoðar sérfræðings í hugverkaréttindum til að aðstoða við leitina.
Vörumerki þarf að skrá í að minnsta kosti einum af 45 flokkum yfir vörur- og þjónustur. Þessir flokkar eru til þess að tilgreina hvaða vara eða þjónusta er á bak við þitt vörumerki.
Vöru- og/eða þjónustulisti þarf að vera á íslensku.
Einn vöru- eða þjónustuflokkur er innifalinn í umsóknargjaldi. Umfram einn flokk bætist við auka flokkagjald. Verð er samkvæmd gjaldskrá.
Rafræn umsókn
- Til þess að opna rafræna umsóknarformið fyrir vörumerki þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil.
- Þótt verið sé að sækja um fyrir fyrirtæki er hægt að skrá sig inn með sínum persónulegum skilríkjum en fyrirtækið er þá sett sem eigandi vörumerkisins.
- Reikningur vegna umsóknarinnar birtist í heimabanka eiganda kennitölu umsækjanda merkisins. Reikningurinn kemur frá Ríkissjóðsinnheimtur í heimabanka eiganda merkisins. Greiðsluseðilar eru aðgengilegir inn á www.island.is
Sækja um vörumerki - Rafræn umsókn
Eyðublöð
- Á umsóknareyðublaðinu þarf að færa inn númer vöru- og þjónustuflokka, ásamt upptalningu þeirrar vöru/þjónustu sem merkið óskast skráð fyrir. Vöru- og þjónustuflokkarnir eru 45 og gefur yfirskrift þeirra til kynna hvaða vöru eða þjónustu þeir innihalda. Nánari upplýsingar hér.
- Athugið að einstaklingar geta ekki sótt um félagamerki og einungis þeir sem setja staðla um eða annast eftirlit með vörum eða þjónustu geta sótt um ábyrgðar- og gæðamerki
Sækja um vörumerki Sækja um félagamerki Sækja um ábyrgðar- og gæðamerki
Athugið að umsóknin verður ekki tekin til meðhöndlunar fyrr en umsóknargjöld hafa verið greidd.
Umsóknargjöld eru ekki endurgreidd verði umsókninni hafnað.
Eftir að umsókn hefur verið lögð inn er greiðslufrestur 30 dagar.
Viðvörun um falsaðar greiðslubeiðnir
Hugverkastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Hugverkastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.
Rannsóknartími
Ef engir formgallar eru á umsókn og Hugverkastofan gerir engar athugasemdir við skráningarhæfi merkisins, má gera ráð fyrir að skráningarferlið taki 4-8 vikur.
Ábending
Umsóknir um vörumerki eru birtar í vörumerkjaleitarvél á heimasíðunni fljótlega eftir að þær berast. Þá getur þriðji aðili lagt fram ábendingu sem mælir gegn skráningu merkisins. Framlagning ábendingar veitir viðkomandi aðila ekki aðild að málsmeðferð fyrir Hugverkastofunni.
Ef umsókn er synjað
Ef umsókn er synjað sendir Hugverkastofan umsækjanda tilkynningu um það með tölvupósti og honum er gefinn frestur til að gera athugasemdir við niðurstöðuna.
Birting og réttur til að andmæla
Ef Hugverkastofan telur merkið skráningarhæft er það birt í Hugverkatíðindum á heimasíðu Hugverkastofunnar. Blaðið kemur út 15. hvers mánaðar. Með birtingu merkisins í Hugverkatíðindum hefst tveggja mánaða andmælatímabil, en meðan á því stendur getur hver sá sem telur sig eiga betri rétt andmælt skráningunni. Upplýsingar um andmæli eru hér.
Endurnýjun
Eigandi skráðs vörumerkis getur endurnýjað skráninguna á 10 ára fresti. Umsókn um endurnýjun má leggja inn 6 mánuðum fyrir og allt að 6 mánuðum eftir skráningardagsetningu. Ef vörumerki er ekki endurnýjað innan innan tilskilins tímaramma verður vörumerkið afmáð. Ekki er hægt að endurvekja afmáð merki.
Rafræn endurnýjun vörumerkjaskráningar
Umsókn um endurnýjun skráningu vörumerkis - eyðublað
Umsókn um skráningu vörumerkis
Umsókn um skráningu félagamerkis
Umsókn um skráningu ábyrgðar- og gæðamerkis
Athugið að á umsóknareyðublaði skal færa inn númer vöru- og þjónustuflokka, ásamt upptalningu á viðeigandi vöru/þjónustu.
Valin skal sá flokkur sem varan/þjónustan fellur undir.
Leiðbeiningar með umsóknareyðublaði í númeraröð