Hvar á ég að sækja um?

Vörumerki sem skráð eru hjá Hugverkastofunni er einungis vernduð á Íslandi.  Ef þú hyggur á markaðsetningu erlendis er mikilvægt að skrá vörumerkið einnig í öðrum löndum. Það er gott að huga að því að skrá vörumerkin þín á þeim mörkuðum þar sem þú ert með starfsemi eða hyggst sækja á á næstu árum.

Ef að þú hefur sótt um vörumerki hér á landi er hægt innan 6 mánaða frá umsóknardegi að leggja inn umsókn sama efnis í öðri ríki og krefjast forgangsréttar frá upphaflegu umsókninni. Seinni umsóknin telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta. Þú tapar þar af leiðandi engum tíma ef byrjað er með íslenska grunnumsókn og fyrstu viðbrögð könnuð við henni áður en umsóknarferli erlendis er hafið.

Alþjóðleg umsókn verður að byggja á íslenskri grunnumsókn sem síðar verður skráð eða skráningu hér á landi. Þú verður því að leggja inn umsókn um skráningu hér á landi hjá Hugverkastofunni áður eða um leið og alþjóðleg umsókn er lögð inn.

Ef að þú hefur sótt um vörumerki hér á landi er hægt innan 6 mánaða frá umsóknardegi að leggja inn umsókn sama efnis í öðru ríki og krefjast forgangsréttar frá upphaflegu umsókninni. Seinni umsóknin telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta. Þú tapar þar af leiðandi engum tíma ef byrjað er með íslenska grunnumsókn og fyrstu viðbrögð könnuð við henni áður en umsóknarferli erlendis er hafið.

Sækja um

Þú getur sótt um að fá skráð vörumerki í Evrópusambandinu í heild í stað þess að leggja inn sjálfstæðar umsóknir í hverju aðildarríki þess fyrir sig. Umsókn um svokölluð Evrópuvörumerki (e. European Union Trade Mark - EUTM) er beint til Hugverkastofu Evrópusambandsins (e. European Union Intellectual Property Office - EUIPO) sem sér um þessar skráningar.

Með Evrópuvörumerki færð þú vernd í öllum 28 aðildarríkjum sambandsins og njóta þessar skráningar sömu verndar eins og landsbundnar skráningar í aðildarríkjunum. Þá er Evrópusambandið aðili að Madrid-skráningarkerfinu í vörumerkjum, þannig að hægt er að tilnefna sambandið í umsókn um alþjóðlega skráningu vörumerkis. Sé Evrópusambandið tilnefnt er það EUIPO sem fer með alla meðferð umsóknarinnar. 

Heimasíða EUIPO

Hvar á ég að sækja um?

Einkaleyfi sem veitt er af Hugverkastofunni er einungis verndað á Íslandi.

Fjárfesting á einkaleyfum erlendis stjórnast af viðskiptalegum hagsmunum, samkeppnisumhverfi og nýtingartíma. Reynslan hefur sýnt sig að val á löndum sem sótt er um ræðst mjög oft af mikilvægi markaðssvæðis og þarf því að undirbúa vel er lagt er af stað í umsóknarferli erlendis.

Umsókn á Íslandi skapar það sem kallað er forgangsréttur og sé ætlunin að fara á erlenda markaði með uppfinninguna þarf að tengja erlendar umsóknir við þá íslensku með því að sækja um erlendis innan 12 mánaða. Enginn tími tapast þ.a.l. ef fyrst er sótt um hér á landi og fyrstu viðbrögð könnuð áður en umsóknarferli erlendis er hafið.

Ísland gerðist aðili að Samstarfssáttmálanum um einkaleyfi (e. Patent Cooperation Treaty, PCT) árið 1995. Sáttmálinn er í umsjá Alþjóðahugverkastofunarinnar (e. World Intellectual Property Organisation, WIPO). PCT sáttmálinn kveður á um samræmdar reglur aðildarríkjanna varðandi ferli alþjóðlegra umsókna, þar með talið forrannsókn á nýnæmi og einkaleyfishæfi þeirra. Veiting einkaleyfa, fer eftir sem áður, fram í hverju landi fyrir sig og er háð reglum viðkomandi lands.

Á heimasíðu WIPO má finna nánari upplýsingar um PCT einkaleyfaferlið og viðmót þar sem umsækjendur geta á auðveldan og einfaldan hátt reiknað út hin ýmsu tímamörk í PCT einkaleyfaferlinu. 

PCT kerfi WIPO

Evrópski einkaleyfasamningurinn (enska: "European Patent Convention", EPC) gerir umsækjanda kleift, með einni umsókn, að öðlast einkaleyfi í flestum Evrópuríkjum. Hægt er að hefja ferlið hjá Hugverkastofunni, en Ísland hefur verið aðili að samningnum síðan 1. nóvember 2004. Beiðni til að staðfesta evrópskt einkaleyfi á Íslandi, þarf að berast Einkaleyfastofunni innan 4 mánaða frá því að einkaleyfið var veitt hjá EPO.

Allt umsóknarferlið fer fram hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (enska: "European Patent Office", EPO), en þegar EPO hefur gefið út einkaleyfi, þarf að staðfesta það í þeim löndum sem umsækjandi óskar. Eftir staðfestingu þarf að greiða árgjöld í hverju landi fyrir sig, í sumum tilvikum greiða landsbundin gjöld og leggja inn þýðingar á hlutum einkaleyfis.

Heimasíða EPO

Hvar á ég að sækja um?

Hönnun sem skráð eru hjá Hugverkastofunni er einungis vernduð á Íslandi. Ef þú hyggur á markaðssetningu á vöru erlendis með sérstæðri hönnun kemur sér vel að hafa hönnun skráða hér á landi en þú getur þá nýtt þér reglur um forgangsrétt þegar þú sækir um skráningu erlendis.

Það er mikilvægt að þú hugir vel að því í hvaða löndum þú hyggur á framleiðslu, markaðssetningu og sölu erlendis þegar þú ákveður hvar þú vilt leggja fram umsókn um skráningu hönnunar.

Þú getur nýtt þér reglur um forgangsrétt, en í því felst að hægt er að leggja inn umsókn í öðrum ríkjum innan 6 mánaða frá umsóknardegi hér á landi. Seinni umsókn telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta.

Þú getur lagt fram umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar í gegnum Haag-skráningarkerfið hjá Hugverkastofunni eða Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) í Genf. Með alþjóðlegri umsókn er hægt að skrá hönnun í allt að 70 löndum og landsvæðum með einni einfaldri umsókn.

Umsókn þarf að vera á ensku og á sérstöku eyðublaði. Í umsókn um alþjóðlega skráningu þarf að tilgreina í hvaða ríkjum er óskað skráningar. Hægt er að vernda hönnunina í öllum aðildarríkjum Genfarsamningsins. Leiðbeiningar á ensku - umsóknareyðublað og rafræn sending.

Athugið að WIPO býður umsækjendum að senda inn umsókn á rafrænu formi (þá er unnt að greiða með kreditkorti): E-Filing

Haag-skráningarkerfi WIPO

Þú getur sótt um skráningu hönnunar í Evrópusambandinu í heild í stað þess að leggja inn sjálfstæðar umsóknir í hverju aðildarríki þess fyrir sig. Umsókn um svokallaða Evrópuhönnun (e. Registered Community Design - RCD) er beint til Hugverkastofu Evrópusambandsins (e. European Union Intellectual Property Office - EUIPO) sem sér alfarið um þessar umsóknir.

Með RCD-skráningum fæst vernd í öllum 28 aðildarríkjum sambandsins og njóta þessar skráningar sömu verndar eins og aðrar hönnunarskráningar í aðildarríkjunum. Þá er Evrópusambandið aðili að Haag-skráningarkerfinu hvað varðar hönnun, þannig að hægt er að tilnefna sambandið í umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar. Sé Evrópusambandið tilnefnt er það EUIPO sem fer með alla meðferð umsóknarinnar.

Heimasíða EUIPO