Umsókn um skráningu vörumerkis
Hér má sækja um skráningu vörumerkis á Íslandi. Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt á að nota merkið hér á landi fyrir þá vöru og/eða þjónustu sem tiltekin er í umsókninni.
Einungis má sækja um eina tegund vörumerkis með hverri umsókn. Dæmi: Umsókn þar sem merkið felur í sér bæði texta og mynd (orð- og myndmerki) nær eingöngu til þeirrar útfærslu en ekki til textans eingöngu (orðmerki).
Óskað verður eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli síðar í ferlinu.
Ef sótt er um fyrir fyrirtæki er hægt að skrá sig inn með sínum persónulegu skilríkjum en skrá fyrirtækið sem eiganda vörumerkisins.
Að umsókn lokinni birtist greiðsluseðill merktur Ríkissjóðsinnheimtur í heimabanka skráðs eiganda, eða umboðsmanns umsóknarinnar hafi hann verið valinn. Greiðslufrestur er 30 dagar.
Mikilvægt er að réttar upplýsingar komi fram í umsókninni. Vinsamlegast lesið hjálpartextana og notið skýringarnar sem finna má undir Aðstoð og ? hnöppunum.
Ef eitthvað er óljóst hafið samband við Hugverkastofuna.