Með nýlegum breytingum á vörumerkjalöggjöf er nú mögulegt að skrá nýjar tegundir vörumerkja. Með því gefast aukin tækifæri til verndunar vörumerkja á Íslandi.

Þekkir þú vörumerkin?

Það er hægt að vernda margskonar vörumerki.

Image
Mynd
Giskaðu á vörumerkið

Orðmerki

Merki sem samanstendur eingöngu af orðum, bókstöfum, tölustöfum eða öðrum táknum eða samsetningu þeirra.

Dæmi: 

 

ADIDAS

 

Eigandi: adidas AG

Landsbundin skráning: V0039353

Merki sem sýnir tákn í myndrænni útfærslu, hvort sem er í lit eða ekki, til dæmis mynd eða samsetning myndrænna hluta með eða án orða.

Dæmi: 

Joe & the Juice

Eigandi: JOE & THE JUICE A/S

Alþjóðleg skráning: 1248478

Merki sem getur verið t.d. umbúðir, pakkningar, varan sjálf eða útlit hennar, með eða án orða. 

Dæmi:

Þrívíddarmerki

Eigandi: Duracell Batteries BVBA

Alþjóðleg skráning: 857899

Merki sem samanstendur af tákni sem sett er á tiltekinn stað á vöru.

Dæmi:

Staðsetningarmerki

Eigandi: Jima Projects

EUTM skráning: 008586489

Merki sem inniheldur tákn sem eru endurtekin með jöfnu millibili og mynda tiltekið mynstur.

Dæmi:

Mynsturmerki

Eigandi: LOUIS VUITTON MALLETIER

EUTM skráning: 000015602

Merki sem inniheldur einn stakan lit eða samsetningu lita án útlína. 

Dæmi:

Litamerki

Eigandi: Lidl Stiftung & Co. KG

EUTM skráning: 005853742

Merki sem samanstendur eingöngu af hljóði eða samsetningu hljóða.

Dæmi: 

Smelltu hér til að spila merkið

Eigandi: TWENTIETH CENTURY FOX FILM CORPORATION

EUTM skráning: 012438628

Merki sem felur í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna.

Dæmi:

Video file

 

Eigandi: Telia Company AB

EUTM skráning: 017586521

Merki sem felur í sér bæði hljóð og mynd með eða án texta.

Dæmi:

Video file

Eigandi: BRITISH TELECOMMUNICATIONS public limited company

EUTM skráning: 018073968

Merki sem er með heilmyndareiginleika, þ.e. sem breytist eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á merkið.

Dæmi:

Video file

Eigandi: Google LLC

EUTM skráning: 017993401

Til hvers að fá vörumerki skráð?

  • Mikilvægt er að skrá merki ef verja þarf það fyrir ágangi annarra. Skráning vörumerkis gefur eiganda einkarétt á að nota merkið og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi vörumerki sem eru eins eða lík vörumerki hans
  • Vörumerki eru viðskiptatæki sem geta hjálpað að laða að fjárfesta, komast á nýja markaði og finna samstarfsaðila
  • Vörumerki eru oft verðmætustu eignir fyrirtækja
  • Skráð vörumerki sýnir skýran eignarétt. Til þess að sanna eignarétt á grundvelli notkunar eingöngu þarf að halda vel utan um öll gögn sem staðfest geta notkun merkisins sem vörumerkis fyrir tilteknar vörur/þjónustu, jafnvel langt aftur í tímann
Image
Mynd
Times square