Hero illustration

Fræðsla

Hugverkaréttindi eru viðskiptatæki

Hugverk og hugverkaréttindi eru viðskiptatæki sem hægt er að nota til að ná markmiðum á sviði viðskipta, við nýsköpun og í markaðsstarfi. Hugverkaréttindi eru oft meðal verðmætustu eigna fyrirtækja og er hægt að selja, veðsetja og veita öðrum leyfi til að nota þau gegn gjaldi.

Meira um hugverkaréttindi

Tegundir hugverkaréttinda

 • Vörumerki

  Tákn sem eru notuð til að auðkenna vörur og þjónustu

 • Einkaleyfi

  Tæknilegar uppfinningar, t.d. tæki og aðferðir

 • Hönnun

  Útlit vöru eða hluta af vöru, þ.e. lögun, litir, mynstur o.fl.

 • Byggðarmerki

  Auðkenni sveitarfélaga

 • Afurðarheiti

  Landbúnaðarafurðir framleiddar á sérstökum svæðum eða samkvæmt tiltekinni hefð

 • Höfundaréttur

  Verk sem njóta höfundaréttar eru t.d. bókmenntir, tónlist, myndlist, ljósmyndir og forritunarkóði

 • Viðskiptaleyndarmál

  Ýmiss konar upplýsingar sem eru verðmætar fyrirtækjum og miklu máli skiptir að sé haldið leyndum

 • Lén

  Lén eða vefslóðir geta skapað hugverkarétt