Stefna Hugverkastofunnar 2018-2022

Umfang
Undir stefnu þessa fellur öll starfsemi Hugverkastofunnar að undanskilinni starfsemi faggildingar. Stefnan var unnin í samráði við starfsfólk og aðra hagsmunaaðila stofnunarinnar fyrri hluta ársins 2018. Stefnan var endurskoðuð í byrjun árs 2021.

Hlutverk
Hugverkastofan fer með málefni hugverka á Íslandi, miðlar þekkingu og er í virku samtali við samfélagið um málefni tengd hugverkarétti.

Framtíðarsýn
Hugverkastofan verði þekkingarmiðstöð hugverkaréttinda í hugverkadrifnu samfélagi og sterkur hlekkur í keðju nýsköpunar og atvinnulífs.

Stefnumið

  • Styrkja ásýnd Hugverkastofunnar og auka vitund um hugverkaréttindi
  • Byggja upp skilvirka og notendamiðaða þjónustu
  • Efla þekkingu starfsmanna og miðla henni innan sem utan stofnunarinnar
  • Skapa dýnamískan vinnustað sem laðar fram það besta í öllum
  • Stuðla að stöndugum og umhverfisvænum rekstri