Evrópska einkaleyfastofan - þjálfun CSP 2025
Evrópska einkaleyfastofan (EPO) í samvinnu við aðildarríkin, þar á meðal Ísland, hefur sett saman stuðningsáætlun (CSP) fyrir næstu kynslóð einkaleyfasérfræðinga. Markmið áætlunarinnar er að auka þekkingu og þjálfa nýtt starfsfólk innan greinarinnar.
Verkefnið er liður í stefnu EPO 2028 sem felur m.a. í sér eftirfarandi markmið:
- Fjölga hæfum sérfræðingum innan einkaleyfakerfisins.
- Skapa fleiri tækifæri fyrir konur innan einkaleyfakerfisins.
- Auka aðgengi og þekkingu til að nýta upplýsingar um einkaleyfakerfið með nýjum stafrænum lausnum.
- Styðja við þróun samfélags sem hvetur nýja kynslóð einkaleyfasérfræðinga til að taka við keflinu og leggja sitt af mörkum.
Frestur til að leggja inn umsókn er til 15. ágúst 2025.
- Umsækjendur þurfa að sækja um á þar til gerðu eyðublaði. Hugverkastofan tekur ekki á móti umsóknum í gegnum tölvupóst.
- Ekki þarf að hlaða skjalinu niður eða prenta það nema umsækjandi óski að eiga eintak til eigin nota.
- Umsóknareyðublaðið er aðeins fáanlegt á ensku en umsækjendur geta sent inn kynningarbréfið og bréf frá vinnuveitanda sínum á eigin tungumáli.
- Sönnun á búsetu umsækjanda má ekki vera eldri en 6 mánaða. Sönnunin getur verið reikningur frá opinberu fyrirtæki eða afrit af úr opinberri skrá.