Faggildingarsvið

Faggildingarsvið Hugverkastofunnar (ISAC) er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem fólki er í sjálfsvald sett að faggilda starfsemi sína. Á sviðinu starfa tveir starfsmenn sem sjá um daglegan og faglegan rekstur sviðsins og er starfsemin fjárhagslega og faglega aðskilin frá annarri starfsemi stofnunarinnar.