Jafnréttisáætlun Hugverkastofunnar 2025-2028
Jafnréttisáætlun þessi tekur til starfsfólks Hugverkastofunnar, að undanskildu starfsfólki Faggildingarsviðs, og miðar að því að gera stofnunina að góðum og eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti, jafnræði og vellíðan starfsfólks er höfð í fyrirrúmi. Áætluninni er ætlað að leiðbeina starfsfólki og stuðla að gagnkvæmum skilningi milli starfsfólks og vinnuveitanda um jafnréttismál. Með jafnréttisáætlun þessari uppfyllir stofnunin skyldu sína sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020 og annarra laga og reglna er snúa að jafnrétti. Við umfjöllun um jafnréttismál og úrlausn þeirra skulu gildi stofnunarinnar fagleg, samstillt og framsækin ávallt höfð að leiðarljósi.
1. Almenn ákvæði um launajafnrétti
Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk af ólíkum kynjum. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun. Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þau kjósa svo.
|
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
|
Starfsfólk skal hafa jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf |
Framkvæma launagreiningu til að kanna hvort kynbundinn munur sé á launum starfsfólks
|
Forstjóri |
Árlega |
|
Að viðhalda jafnlaunavottun |
Framfylgja markmiðum jafnlaunastefnu og viðhalda jafnlaunavottun í samræmi við jafnlaunastaðla ÍST 85:2012 |
Sviðsstjóri rekstrarsviðs
|
Árlega |
2. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Hugverkastofan gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.
|
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
|
Öll laus störf hjá Hugverkastofunni standi opin fólki af öllum kynjum |
Öll störf eru auglýst ókyngreind. Hvetja skal alla til að sækja um auglýst störf óháð kyni |
Sviðsstjóri rekstrarsviðs |
Alltaf |
|
Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum |
Ráða skal hæfasta einstaklinginn. Ef tveir einstaklingar eru jafn hæfir skal ráða einstakling af því kyni sem hallar á á vinnustaðnum |
Forstjóri |
Alltaf |
|
Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllu starfsfólki, óháð kyni |
Tryggja öllum jafnan aðgang að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun |
Forstjóri og sviðsstjórar |
Alltaf |
3. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Hugverkastofan gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni. Ráðstafanir þær skulu meðal annars miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa stofnunarinnar, þar með talið að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.
|
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
|
Að vera fjölskylduvænn vinnustaður
|
Bjóða upp á sveigjanleika sem miðar að jafnvægi milli vinnu og einkalífs |
Forstjóri og sviðsstjórar |
Alltaf |
|
Að tryggja sveigjanleika í vinnutíma |
Viðverutími og viðverustefna skilgreind í starfsmannahandbók |
Sviðsstjóri rekstrarsviðs | Endurskoðun árlega |
|
Að báðir foreldrar nýti sér þann rétt sem þau eiga varðandi foreldra- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna |
Að tryggja að starfsfólk sé upplýst um réttindi og skyldur gagnvart vinnustaðnum |
Forstjóri | Alltaf |
4. Kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni
Hugverkastofan gerir sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni (EKKO) á vinnustaðnum. Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.
|
Markmið |
Aðgerð |
Ábyrgð |
Tímarammi |
|
Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni (EKKO) er ekki liðin á vinnustaðnum |
Fræðsla um EKKO Að jafnréttisáætlun sé reglulega endurskoðuð og kynnt starfsfólki Tryggja að aðgerðaráætlun um EKKO sé reglulega endurskoðuð og kynnt starfsfólki |
Forstjóri og sviðsstjórar |
Árlega |
Ágreiningsmál
Ef upp kemur ágreiningur vegna jafnréttismála er hægt að vísa honum til forstjóra eða sviðsstjóra rekstrarsviðs.
Eftirfylgni og endurskoðun
Unnið verður að stöðugum umbótum á áætluninni, henni fylgt eftir og brugðist við ef ástæða er til. Endurskoðun áætlunarinnar fer reglulega fram, en þó ekki sjaldnar en einu sinni á ári í tengslum við yfirferð á jafnlaunakerfinu er tengist jafnlaunavottun. Mikilvægt er að markmið og aðgerðaráætlanir séu í samræmi við daglegt starf á Hugverkastofunni. Jafnréttisáætlun Hugverkastofunnar gildir í þrjú ár frá samþykki.