Fyrirlestrar frá ýmsum viðburðum á vegum Hugverkastofunnar

Fræðslufundur Hugverkastofunnar, FUVE, FEIS og EPO um eitt evrópskt einkaleyfi, 23. maí 2023

Hverju breytir eitt evrópskt einkaleyfi (Unitary Patent)? Fræðslufundur fyrir eigendur einkaleyfa, umsækjendur, umboðsmenn og allt áhugafólk um hugverkaréttindi og nýsköpun var haldinn á Grand Hótel, 23. maí 2023.

Málþing Hugverkastofunnar um nýsköpunarkraft kvenna 4. maí 2023

Þema alþjóðahugverkadagsins í ár var hugverkaréttindi og nýsköpunarkraftur kvenna (Women and IP: Accelerating innovation and creativity). Af því tilefni hélt Hugverkastofan málþing í Hörpu 4. maí þar sem konur úr hugverkageiranum héldu stutt erindi um nýsköpun og hugverkaréttindi.