Fyrirlestrar frá ýmsum viðburðum á vegum Hugverkastofunnar

Patent pioneers - how innovation and patents are shaping the future, 14. maí 2024.

Í tengslum við Iceland Innovation Week stóðu Hugverkastofan, Kerecis og Samtök iðnaðarins fyrir viðburði í Grósku þriðjudaginn 14. maí síðastliðinn. Þar hlýddu gestir m.a. á fróðlega fyrirlestra fjögurra íslenskra uppfinningamanna sem hafa náð eftirtektarverðum árangri með uppfinningar sínar.

Nýsköpunarþing Íslands 2023 - Líf í lífvísindum, 26. október 2023

Nýsköpunarþing Íslands 2023 - Líf lífvísindum, var haldið í Grósku 26. október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni helgað fyrirtækjum í líf- og heilbrigðisvísindum. Stofnendur og stjórnendur Íslenskrar erfðagreiningar, Kerecis, Alvotech, NOX Medical, Sidekick Health, BIOEFFECT og Oculis fjölluðu um árangur sinna fyrirtækja frá mismunandi sjónarhóli. 

Fræðslufundur Hugverkastofunnar, FUVE, FEIS og EPO um eitt evrópskt einkaleyfi, 23. maí 2023

Hverju breytir eitt evrópskt einkaleyfi (Unitary Patent)? Fræðslufundur fyrir eigendur einkaleyfa, umsækjendur, umboðsmenn og allt áhugafólk um hugverkaréttindi og nýsköpun var haldinn á Grand Hótel, 23. maí 2023.

Málþing Hugverkastofunnar um nýsköpunarkraft kvenna 4. maí 2023

Þema alþjóðahugverkadagsins í ár var hugverkaréttindi og nýsköpunarkraftur kvenna (Women and IP: Accelerating innovation and creativity). Af því tilefni hélt Hugverkastofan málþing í Hörpu 4. maí þar sem konur úr hugverkageiranum héldu stutt erindi um nýsköpun og hugverkaréttindi.