Nýjustu fréttir

Fremstu uppfinningamenn heims hlutu viðurkenningar fyrir framlög sín á stafrænni verðlaunaathöfn European Inventor Award 2021 sem fór fram í gær.

Nýsköpun Alþjóðlegt samstarf

Hugverkastofan tók ekki til greina kröfu um að skráning vörumerkisins BB Hotel – Keflavik Airport (orðmerki) nr. V0113771 yrði felld úr gildi.

Úrskurðir

Nýjasta tölublað Hugverkatíðinda er komið út

Hvaða innsýn geta einkaleyfagagnagrunnar og IPC flokkunarkerfið gefið í stöðu og umfang nýsköpunar hér á landi? Pistill eftir Ragnhildi Þórarinsdóttir, sérfræðing í upplýsingatækni.

Pistlar

Hugmyndir frá 31 skóla bárust í Nýsköpunarkeppni grunnskólana 2021. Aðalverðlaun hlutu þær Ásta Maren Ólafsdóttir og Ásdís Elma Ágústsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla, með hugmyndina "Samanbrjótanlegur hjálmur".

Samstarf

Hvað eru hugverkaréttindi?

Hugverkaréttur (e. intellectual property rights - IPR)  er réttur sem tekur til óáþreifanlegra verðmæta og auðkenna. Hugverkaréttur felur í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd hugverk í atvinnuskyni.

Hugverk eru iðulega talin vera verðmætustu eignir fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hugverk eru óáþreifanleg verðmæti sem oft á tíðum skapa grunninn að starfsemi og velgengni fyrirtækja en í mörgum tilvikum eru þau hins vegar falinn fjársjóður sem grafa þarf upp og hlúa að svo þau megi nýta við frekari framgang fyrirtækisins.

Image
Mynd
Strákur kíkir forsíða

Af hverju að skrá hugverk?

  • Skráð hugverk setja þig í sterkari stöðu gagnvart samkeppnisaðilum
  • Skráð hugverk geta minnkað áhættu og skapað ýmis tækifæri
  • Með því að skrá verður þú eigandi hugverksins. Það þýðir að þú hefur rétt á að selja hugverkið eða veita leyfi fyrir notkun þess gegn gjaldi
Image
Mynd
Eldri kona og hönnun

Þjónustan okkar

Hugverkaráðgjöf

Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hafðu samband og kíktu í heimsókn.

Samtalsleit einkaleyfa

Ertu með uppfinningu? Leitaðu í gagnagrunnum með einkaleyfasérfræðingum til að komast að því hvort hún sé ný.

Samanburðarleit fyrir vörumerki

Ert þú með hugmynd að vörumerki? Veist þú hvort að vörumerkið sé einstakt? 

Þjónusta Nordic Patent Institute (NPI)

Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Stofnunin var sett á stofn með það að markmiði að viðhalda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.