
Vörumerki
Vörumerki eru notuð til að merkja vörur og þjónustu. Með skráningu skapast einkaréttur til þess að nota merki, endalaust ef skráningin er endurnýjuð á 10 ára fresti.

Hönnun
Skráð hönnun verndar útlit vöru. Með skráningu er tryggður réttur í allt að 25 ár til þess að beita gegn afritun og eftirlíkingum.

Einkaleyfi
Einkaleyfi vernda tæknilegar uppfinningar. Einkaleyfi getur gilt í allt að 20 ár og tryggir eiganda einkarétt á hagnýtingu uppfinningar.
Þjónusta okkar

Hugverkaráðgjöf
Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hægt er að bóka ráðgjöf til að kanna valkosti.

Samtalsleit
Ert þú með uppfinningu og vilt sækja um einkaleyfi? Hægt er að bóka fjarfund með rannsakanda sem kannar nýnæmi uppfinningarinnar. Leitin getur sparað tíma og fjármagn.

Samanburðarleit
Ert þú með hugmynd að vörumerki? Hægt er að panta samanburðarleit þar sem sérfræðingur kannar hvort eins eða líkt vörumerki sé þegar til.

Nordic Patent Institute
NPI býður upp á fjölbreytta leitarþjónustu á sviði tæknilegra uppfinninga m.a. fyrir uppfinningamenn, fyrirtæki og lögfræðistofur.
Tölfræði
61.307
skráð vörumerki á Íslandi
þar af 7.398 íslensk
4.245
umsóknir um vörumerki
janúar til desember 2021
9.385
einkaleyfi í gildi á Íslandi
þar af 86 íslensk
168
umsóknir um hönnunarvernd
janúar til desember 2021