Nýjar tegundir vörumerkja
Með nýjum tegundum vörumerkja gefast aukin tækifæri til verndunar vörumerkja á Íslandi. Taktu þátt í skemmtilegum leik og giskaðu á öll merkin. Hversu mörg vörumerki þekkir þú?
Þann 1. september áttu sér stað töluverðar breytingar varðandi skráningu merkja hér á landi með gildistöku breytinga á ákvæðum laga um vörumerki nr. 45/1997.

Breytt þjónusta Hugverkastofunnar vegna COVID-19 faraldursins
Upplýsingar fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila Hugverkastofunnar. Vegna COVID-19 faraldursins er móttaka Hugverkastofunnar að Engjateigi 3 lokuð tímabundið.

Nýjustu fréttir
Hvað eru hugverkaréttindi?
Hugverkaréttur (e. intellectual property rights - IPR) er réttur sem tekur til óáþreifanlegra verðmæta og auðkenna. Hugverkaréttur felur í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd hugverk í atvinnuskyni.
Hugverk eru iðulega talin vera verðmætustu eignir fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hugverk eru óáþreifanleg verðmæti sem oft á tíðum skapa grunninn að starfsemi og velgengni fyrirtækja en í mörgum tilvikum eru þau hins vegar falinn fjársjóður sem grafa þarf upp og hlúa að svo þau megi nýta við frekari framgang fyrirtækisins.

Af hverju að skrá hugverk?
- Skráð hugverk setja þig í sterkari stöðu gagnvart samkeppnisaðilum
- Skráð hugverk geta minnkað áhættu og skapað ýmis tækifæri
- Með því að skrá verður þú eigandi hugverksins. Það þýðir að þú hefur rétt á að selja hugverkið eða veita leyfi fyrir notkun þess gegn gjaldi

Vörumerki
Einkaleyfi
Hönnun
Þjónustan okkar
Hugverkaráðgjöf
Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hafðu samband og kíktu í heimsókn.
Samtalsleit einkaleyfa
Ertu með uppfinningu? Leitaðu í gagnagrunnum með einkaleyfasérfræðingum til að komast að því hvort hún sé ný.
Samanburðarleit fyrir vörumerki
Ert þú með hugmynd að vörumerki? Veist þú hvort að vörumerkið sé einstakt?
Þjónusta Nordic Patent Institute (NPI)
Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Stofnunin var sett á stofn með það að markmiði að viðhalda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.