Vantar þig aðstoð?
Við bendum á fjarþjónustu stofnunarinnar en hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum hér á heimasíðunni okkar.

Við bendum á fjarþjónustu stofnunarinnar en hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum hér á heimasíðunni okkar.
Hugverkaréttur (e. intellectual property rights - IPR) er réttur sem tekur til óáþreifanlegra verðmæta og auðkenna. Hugverkaréttur felur í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd hugverk í atvinnuskyni.
Hugverk eru iðulega talin vera verðmætustu eignir fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hugverk eru óáþreifanleg verðmæti sem oft á tíðum skapa grunninn að starfsemi og velgengni fyrirtækja en í mörgum tilvikum eru þau hins vegar falinn fjársjóður sem grafa þarf upp og hlúa að svo þau megi nýta við frekari framgang fyrirtækisins.
Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hafðu samband og kíktu í heimsókn.
Ertu með uppfinningu? Leitaðu í gagnagrunnum með einkaleyfasérfræðingum til að komast að því hvort hún sé ný.
Ert þú með hugmynd að vörumerki? Veist þú hvort að vörumerkið sé einstakt?
Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Stofnunin var sett á stofn með það að markmiði að viðhalda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.