Byggðarmerki

Hugverkastofan hefur umsjón með skráningu byggðarmerkja, sem eru sérstök auðkenni sveitarfélaga. Með skráningu byggðarmerkis fær sveitarfélag einkarétt á því að nota tiltekið merki.

Kröfur til byggðarmerkja eru svipaðar og til skjaldarmerkja og verður merkið t.d. að sýna einfalda mynd sem hefur augljósa, táknræna merkingu og hafa fáa, hreina liti. Merkið má ekki innihalda þjóðfána, opinber merki, vörumerki o.fl. Reglugerð um skráningu byggðarmerkja hefur að geyma nákvæmar reglur um útfærslu.

Hugverkastofan fer yfir umsókn um skráningu byggðarmerkis og nýtur til þess aðstoðar faglegra ráðgjafa. Þegar merkið fullnægir öllum skilyrðum er það skráð og birt í Hugverkatíðindum.

Byggðarmerki Vesturbyggðar
Byggðarmerki Vesturbyggðar

Í hnotskurn:

  • Auðkenni sveitarfélaga

    og aðrir geta ekki sótt um skráningu

  • Einkaréttur til að nota merki

  • Gildistími er ótakmarkaður