Þjónusta
Hvernig getum við aðstoðað?
Það er mikilvægt að stíga réttu skrefin á réttum tíma. Því getur verið gagnlegt að bóka hugverkaráðgjöf hjá sérfræðingi, bóka samtalsleit einkaleyfa, samanburðaleit fyrir vörumerki eða þjónustu Nordic Patent Institute. Við hlökkum til að heyra frá þér!
Þjónustan okkar
Hugverkaráðgjöf
Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hafðu samband og við finnum tíma þar sem sérfræðingur frá okkur getur kynnt fyrir þér ýmsa valkosti.
Samtalsleit
Ert þú með uppfinningu og vilt sækja um einkaleyfi? Hérna getur þú pantað tíma hjá sérfræðingi sem getur hjálpað þér að komast að því hvort uppfinningin þín er ný og þannig sparað þér tíma og fjármagn.
Samanburðarleit
Ert þú með hugmynd að vörumerki? Hérna getur þú pantað leit þar sem sérfræðingur hjá okkur kannar hvort sé þegar til eins eða ruglingslega líkt vörumerki og þannig aðstoðað þig við næstu skref.
Nordic Patent Institute
NPI er rannsóknarstofnun fyrir einkaleyfi, rekin í samstarfi Íslands, Danmerkur og Noregs. Ef þig vantar sérhæfða þjónustu á sviði einkaleyfa gæti NPI verið eitthvað fyrir þig.