Aðvörun vegna villandi greiðslukrafna
Borið hefur á því að eigendur hugverkaréttinda á Íslandi fá villandi greiðslukröfur í tengslum við skráningar á hugverkum. Auðvelt er að rugla þessum villandi kröfum við raunverulegar greiðslukröfur vegna skráninganna hjá Hugverkastofunni eða alþjóðastofnunum og einstaka aðilar hafa greitt kröfurnar.
Hugverkastofan vill leggja áherslu á að þessar villandi kröfur tengjast stofnuninni ekki á nokkurn hátt og engin þörf er á að greiða þær, hvorki til að tryggja réttindi á Íslandi né í öðrum löndum. Aðeins skráningaryfirvöld og umboðsmenn eigenda hugverkaréttinda geta krafist greiðslu vegna skráninga.
Fyrirtæki sem hafa sent út villandi greiðslukröfur
Eftirfarandi er listi yfir aðila sem Hugverkastofan hefur vitneskju um að hafi krafist greiðslu af eigendum hugverkaréttinda og þannig reynt að villa um fyrir þeim:
- OMPS Trademark Publication
- TMP - Register TMP
- VPS - Trademark Publication
- WPS - Trademark Publication
- EUIPP - Europe IP Protection
- EPTP - European Patent & Trademark Protection
- TPS - Trademark Publications
- Worldwide Trademarks
- Intellectual Property Trademark Organization
- EU Brand Protection
- European Intellectual Property Services
- WTPR - World Trademark and Patent Register
- European Agency Intellectual Property EAIP
- IP-Organisation - Intellectual Property
- Levin Nyman Partners
- WIPTO - World International Patent and Trademark Observer
- IPS - Intellectual Property Services
- TRE Service - Registration of the Trademark
- WIPOT - Trademark Protection
- WOIP - World Organization Intellectual Property Kft.
- WPTR - World Patent and Trademark Register
- WTP Warsaw
- WTP - register Trademark Publication
- IPTR - International Patent and Trademark Register
- IPATD - International Patent and Trademark DIrectory
- Brand Registration Office
- IOIP - International Organisation Intellectual Property
- ITR Register / ITR Service
- World Patent & Trademark Service
- TM-Edition - International Catalogue of Trademarks
- Glopat
- World Organization for Trademarks (WOTRA)
- World Organization for Trademarks (OTRA)
- International Trademark Publication Register (TPR)
- International Trademark Register (ITR)
- IP save
- European Trademark and Patent Publications (TPP)
- European Trademark Register
- European Trademark Publication (ETP)
- Patent and Trademark Institute
- WPTS - World Patent & Trademark Service
- RPT Servis
- IPTO: International Patent and Trademark Organization
- Patent & Trademark Agency Ltd
- Merke- og patentservice
- Varemerke-organisasjonen AS
- Varemerke Byrå
- International Patent and Trademark Service
- World Intelligent Property Office
- European Trademark Publication Register (TPR)
- Nordic Domain Hosting
- Nordic Hotel Hosting
- Bolerino AB
- Professional Web Solutions Ltd – Asia Domain Name Registration (PWDNR)
- Trademark Selection Inc.
- TM Worldwide BT
- TM Collection Ltd
- Gaia Almanach Ltd
- Gaia Almanach Ltd
- The Marks KFT
- International Catalogue of Trademarks
- STR – Suomen Tavaramerkkirekisteröinti Oy
- W.O.I.P.
- TM Selection GmbH
- WDTP - Worldwide Database of Trademarks and Patents
- IP Data - Register of the International Patents
- IP Data - Register of the International Trademark
- World Intellectual Property Publishers (WIPP)
- UPTS - Registration of the International Patent
- WIPT - Registration of International Patent
Hvaða kröfur á að greiða?
Hugverkastofan
Umsóknar- og viðhaldsgjöld vegna einkaleyfa, vörumerkja og hönnunarskráninga á Íslandi er aðeins hægt að greiða til Hugverkastofunnar.
WIPO
Gjöld vegna alþjóðlegra umsókna eru greidd til Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) eða til Hugverkastofunnar. Lesa meira um villandi greiðslukröfur á vef WIPO.
EPO
Gjöld vegna umsókna um einkaleyfi hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) á aðeins að greiða til EPO. Hafi einkaleyfi verið staðfest á Íslandi greiðast viðhaldsgjöld til Hugverkastofunnar. Lesa meira um villandi greiðslukröfur á vef EPO.
EUIPO
Fyrir umsóknar- og viðhaldsgjöld vegna vörumerkja og hönnunarskráninga í Evrópusambandinu skal aðeins greiða til Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO). Lesa meira um villandi gjöld á vef EUIPO.