Útgáfa » Fréttir

Ekki ruglingshætta milli HÓTEL KEFLAVÍK og BB Hotel – Keflavik Airport

Ekki ruglingshætta milli HÓTEL KEFLAVÍK og BB Hotel – Keflavik Airport

22. mars 2024

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar úrskurðaði þann 19. mars sl., í máli nr. 7/2021 og staðfesti niðurstöðu Hugverkastofunnar í ógildingarmáli nr. 2/2021, um að ekki væri hætt við ruglingi milli merkjanna HÓTEL KEFLAVÍK nr. V0082922 og BB Hotel – Keflavik Airport nr. V0113771.

Ákvörðun Hugverkastofunnar byggði á því að sameiginlegur hluti merkjanna væri í eðli sínu lýsandi fyrir þjónustuna og staðsetningu hennar. Merkið HÓTEL KEFLAVÍK væri enn fremur skráð á grundvelli markaðsfestu og því næði vernd þess merkis aðeins til þess sem það væri skráð fyrir. Aðrir þættir í merki eiganda, BB Hotel - Keflavik Airport, hefðu til að bera nægjanleg sérkenni til aðgreiningar frá merkinu HÓTEL KEFLAVÍK.

Áfrýjunarnefnd staðfesti niðurstöðu Hugverkastofunnar á grundvelli sömu sjónarmiða og heldur því skráning merkisins BB Hotel - Keflavik Airport gildi sínu.