Höfundaréttur
Höfundaréttur er óskráður réttur sem verður til þegar verk er birt. Verk sem ekki hefur verið birt almenningi nýtur almennt ekki verndar. Verk sem njóta höfundaréttar eru t.d. bókmenntir, tónlist, myndlist, höggmyndir, ljósmyndir, tölvuforrit (sem slík) o.fl.
Höfundaréttur skiptist í tvennt; sæmdarrétt eða höfundarheiður, sem tilheyrir höfundinum alltaf og fjárhagslegan rétt sem gerir höfundi kleift að framselja réttinn eða veita öðrum leyfi til að nota hann.
Hugverkastofan veitir aðeins almennar leiðbeiningar um höfundarétt. Höfundaréttur er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en ýmis sérstök rétthafasamtök veita leiðbeiningar og ráðgjöf á þessu sviði. Höfundaréttur tengist hins vegar þeim réttindum sem Hugverkastofan sér um og má t.d. ekki skrá vörumerki sem felur í sér eitthvað sem verndað er með höfundarétti.

Í hnotskurn:
Höfundaréttarvarið efni
er t.d. tónlist, bækur og ljósmyndir
Óskráður réttur
sem verður til þegar verk er birt
Hægt að framselja höfundarétt
eða leyfa öðrum að nota verk
Gildistími höfundaréttar
er 70 ár frá láti höfundar sem lengst lifir