Hugverkaráðgjöf

Í hugverkaráðgjöf svara starfsmenn Hugverkastofunnar spurningum og veita ráðgjöf um hugverk og hugverkaréttindi. Í boði er 30 mínútna samtal með sérfræðingi sem svarar helstu vangaveltum þínum. Ráðgjöfin er veitt öllum án endurgjalds.

Hægt er að bóka almenna ráðgjöf eða sértæka um vörumerki, einkaleyfi eða hönnun og getur samtalið átt sér stað á Teams eða á skrifstofu Hugverkastofunnar.

Ráðgjöfin felur ekki í sér lagalega ráðgjöf eða vilyrði um skráningu.