Þjónusta

Innfærslubreytingar í málaskrá

  Krónur
Gjald fyrir beiðni um innfærslu upplýsinga um aðilaskipti, nytjaleyfi eða veðsetningu: 7.300
Gjald fyrir beiðni um aðrar innfærslur í málaskrá, s.s. breyting á nafni eða heimilisfangi: 3.700

Afrit af gögnum í málaskrá

  Krónur
Rafrænt afrit af umsókn eða af veittu einkaleyfi eða öðrum skjölum úr skjalavistunarkerfi: 1.300
Staðfest afrit af skjölum skv. 1. tl. eða útgáfa forgangsréttarskjals: 4.900
Útprentun eða ljósritun gagna, hver síða í stærðinni A4: 300

Umsýsla alþjóðlegra umsókna

  Krónur
Umsýslugjald fyrir móttöku og meðhöndlun alþjóðlegrar umsóknar: 18.200

Leitir o.fl.

  Krónur
Samanburðarleit: 6.200
Samtalsleit: 29.200
Fyrir þjónustu, sem verður ekki heimfærð undir einingarverð, greiðist tímagjald: 7.300

Hugverkastofan er alfarið fjármögnuð með gjöldum fyrir umsóknir og þjónustu. Núgildandi gjaldareglugerð nr. 1050/2020 tók gildi 1. janúar 2020.

Athugið að gjöld eru ekki endurgreidd.

Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna

Hugverkastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Hugverkastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og biður viðskiptavini sína um að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim svona erindi þar sem tilgangur þeirra virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.