Flokkun vöru og þjónustu

Vörur

Flokkur 1. Efni til nota í iðnaði, við vísindastörf og ljósmyndun sem og í landbúnaði, garðrækt og skógrækt; óunnin gervikvoða, óunnar plastvörur; slökkvi- og eldvarnarefni; efnablöndur til herslu og lóðunar; efni til sútunar á dýraskinnum og -húðum; lím- og bindiefni til nota í iðnaði; kítti og önnur fyllingarefni; molta, áburður, gróðuráburður; líffræðilegar efnablöndur til nota í iðnaði og vísindum.

Flokkur 2. Málning, gljákvoða (fernis), lakk; ryðvarnarefni og fúavarnarefni; litarefni, litunarefni; blek til prentunar, merkingar og fyrir leturgröft; óunnin náttúruleg kvoða; málmþynnur og málmduft til nota við málun, skreytingar, prentun og listsköpun.

Flokkur 3. Ólyfjabættar fegrunar- og snyrtivörur; ólyfjabættar tannhirðuvörur; ilmvörur, ilmolíur; bleiki-efni og önnur efni til að nota við fataþvott; efni til að nota við ræstingu, fægingu og slípun.

Flokkur 4. Olíur og feiti til iðnaðar, vax; smurolíur; raka- og rykbindiefni; brennsluefni og ljósmeti; kerti og kveikir til lýsingar.

Flokkur 5. Lyf og lyfjablöndur til lækninga fyrir menn og dýr; efnablöndur til hreinlætisnota í læknis-fræðilegum tilgangi; sérfæði og næringarefni fyrir menn og dýr, barnamatur; fæðubótarefni fyrir menn og dýr; plástrar, sárabindi; tannfyllingarefni, vax til tannsmíða; sótthreinsiefni; efni til að eyða meindýrum; sveppaeyðir, illgresiseyðir.

Flokkur 6. Ódýrir málmar og blöndur úr þeim, málmgrýti; byggingar- og smíðaefni úr málmi; færanlegar byggingar úr málmi; strengir og vírar úr ódýrum málmum, ekki til rafmagnsnota; smáhlutir úr málmi; málmílát til geymslu eða flutninga; öryggisskápar.

Flokkur 7. Vélar, smíðavélar, orkuknúnar vélar; hreyflar og vélar, þó ekki í landfarartæki; vélatengsli og drifbúnaður, þó ekki í landfarartæki; landbúnaðarvélar, aðrar en handknúin handverkfæri; klakvélar (útungunarvélar); sjálfsalar.

Flokkur 8. Handverkfæri og handknúin tól; hnífapör; beltisvopn, þó ekki skotvopn; rakvélar.

Flokkur 9. Búnaður og tæki til notkunar við vísindi, rannsóknir, leiðsögu, landmælingar, ljósmyndun, kvikmyndatöku og -sýningar, hljóð- og myndmiðlun, ljósfræði, vigtun, mælingar, merkjasendingar, greiningar, prófanir, eftirlit, björgun og kennslu; búnaður og tæki til að leiða, kveikja og slökkva á, breyta, safna, stilla eða stjórna dreifingu eða notkun á rafmagni; búnaður og tæki til að taka upp, miðla, afrita eða vinna hljóð, myndefni eða gögn; upptekið og niðurhalanlegt efni, tölvuhugbúnaður, auðir, stafrænir eða hliðrænir gagnamiðlar til upptöku og geymslu; vélbúnaður fyrir myntstýrð tæki; búðarkassar, reiknivélar; tölvur og tölvujaðartæki; köfunarbúningar, köfunargrímur, eyrnatappar fyrir kafara, nefklemmur fyrir kafara og sundfólk, hanskar fyrir kafara, öndunarbúnaður fyrir kafsund; slökkvitæki.

Flokkur 10. Tæki og búnaður til skurðlækninga, lyflækninga, tannlækninga og dýralækninga; gervilimir, -augu og -tennur; hlutir til bæklunarlækninga; þráður til að sauma saman sár; lækninga- og hjálpartæki ætluð fötluðum einstaklingum; nuddtæki; búnaður, tæki og hlutir til umönnunar ungbarna; búnaður, tæki og hlutir til kynlífsathafna.

Flokkur 11. Tæki og búnaður fyrir lýsingu, hitun, kælingu, gufuframleiðslu, matseld, þurrkun, loftræstingu, vatnsveitu og hreinlæti.

Flokkur 12. Farartæki; tæki til flutninga á landi, í lofti eða á legi.

Flokkur 13. Skotvopn; skotfæri og skot; sprengiefni; flugeldar.

Flokkur 14. Góðmálmar og blöndur úr þeim; skartgripir, eðalsteinar og hálfeðalsteinar; klukkur og tæki til tímamælinga.

Flokkur 15. Hljóðfæri; nótnastatíf og hljóðfærastandar; tónsprotar fyrir hljómsveitarstjóra.

Flokkur 16. Pappír og pappi; prentað mál; bókbandsefni; ljósmyndir; ritföng og skrifstofuvörur, þó ekki húsgögn; bréflím og lím til heimilisnota; teiknivörur og vörur fyrir listamenn; málningarpenslar; fræðslu- og kennslugögn; plastþynnur, -filmur og –pokar til umbúða og pökkunar; leturstafir, myndmót.

Flokkur 17. Óunnið og hálfunnið gúmmí, togleður (gúttaperka), gúmkvoða, asbest, gljásteinn og efni sem komið geta í staðinn fyrir þau; hálfunnið þanið plast og kvoða til iðnaðarnota; efni til hvers konar þéttingar eða einangrunar; sveigjanlegar pípur, rör og slöngur sem ekki eru úr málmi.

Flokkur 18. Leður og leðurlíki; skinn og húðir dýra; farangurs- og handtöskur; regnhlífar og sólhlífar; göngustafir; svipur, aktygi og reiðtygi; hálsólar, taumar og fatnaður fyrir dýr.

Flokkur 19. Efniviður, ekki úr málmi, til bygginga og mannvirkjagerðar; ósveigjanlegar pípur í byggingar, ekki úr málmi; asfalt, bik, tjara og malbik; færanlegar byggingar, ekki úr málmi; minnisvarðar, ekki úr málmi.

Flokkur 20. Húsgögn, speglar, myndarammar; ílát, ekki úr málmi, til geymslu eða flutninga; óunnin eða hálfunnin bein, horn, hvalabein eða perlumóðir; skeljar; sæfrauð; raf.

Flokkur 21. Heimilis- eða eldhúsáhöld og ílát; eldhús- og borðbúnaður, nema gafflar, hnífar og skeiðar; greiður og svampar; burstar, nema málningarpenslar; efni til burstagerðar; hlutir sem notaðir eru til ræstingar; óunnið eða hálfunnið gler, þó ekki gler í byggingar; glervörur, postulín og leirvörur.

Flokkur 22. Kaðlar og seglgarn; net; tjöld og yfirbreiðslur; ofnir segldúkar eða úr gerviefnum; segl; sekkir til flutninga og geymslu efna í lausri vigt; bólstrunar-, fylliefni og tróð, nema úr pappír, pappa, gúmmíi eða plasti; óunnin efni úr þræði til vefnaðar og efni sem komið geta í stað þeirra.

Flokkur 23. Garn og þráður til vefnaðar.

Flokkur 24. Vefnaður og efni sem komið geta í staðinn fyrir vefnað; lín til heimilisnota; ofin gluggatjöld eða úr plasti.

Flokkur 25. Fatnaður, skófatnaður, höfuðfatnaður.

Flokkur 26. Blúndur, fléttuborðar og útsaumur og ofnir borðar og slaufur; hnappar og tölur, krókar og lykkjur, prjónar og nálar; gerviblóm; hárskraut; gervihár.

Flokkur 27. Teppi, mottur, gólfdúkar og annað efni til að leggja á gólf; veggklæðningar, ekki ofnar.

Flokkur 28. Leikspil, leikföng og hlutir til leikja; skjáleikjabúnaður; leikfimi- og íþróttavörur; jólatrésskraut.

Flokkur 29. Kjöt, fiskur, alifuglar og villibráð; kjötkraftur; niðursoðnir, frosnir, þurrkaðir og soðnir ávextir og grænmeti; ávaxtahlaup, -sultur og -grautar; egg; mjólk, ostur, smjör, jógúrt og aðrar mjólkurafurðir; olíur og feiti til matar.

Flokkur 30. Kaffi, te, kakó og vörur sem komið geta í stað þeirra; hrísgrjón, pasta og núðlur; tapíókamjöl og sagógrjón; mjöl og matvörur úr korni; brauð, sætabrauð og sælgæti; súkkulaði; ís, frauðís og annar ís til matar; sykur, hunang, síróp; ger, lyftiduft; salt, kryddblöndur, krydd, rotvarðar jurtir; edik, sósur og aðrir bragðbætar; ís (frosið vatn).

Flokkur 31. Hráar og óunnar landbúnaðar-, lagareldis-, garðræktar- og skógræktarafurðir; hrátt og óunnið korn og fræ; ferskir ávextir og grænmeti; ferskar kryddjurtir; lifandi plöntur og blóm; blóm-laukar, kímplöntur og fræ til gróðursetningar; lifandi dýr; dýrafóður og drykkjavörur ætlaðar dýrum; malt.

Flokkur 32. Bjór; óáfengir drykkir; ölkelduvatn, gosdrykkir; ávaxtadrykkir og ávaxtasafar; þykkni og önnur efni til gerðar óáfengra drykkja.

Flokkur 33. Áfengir drykkir nema bjór; áfeng efni til drykkjargerðar.

Flokkur 34. Tóbak og tóbakslíki; sígarettur og vindlar; rafrettur (veipur) og innúðatæki fyrir reykingafólk; hlutir fyrir reykingafólk; eldspýtur.

Þjónusta

Flokkur 35. Auglýsingastarfsemi; rekstur, skipulagning og stjórnun fyrirtækja; skrifstofustarfsemi.

Ef um starfsemi verslunar er að ræða er heimilt að nota tilgreiningarnar „heildsala“ og/eða „smásala“ sem eru þýðingar á wholesale services og retail services sem tilgreindar eru í gagnagrunni Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) um flokkun vöru og þjónustu. Auk þess skal tilgreina til hvaða vöru/þjónustu starfsemin tekur. Dæmi: Flokkur 35. Smásala með fatnað og snyrtivörur.

Flokkur 36. Fjármála-, gjaldmiðla- og bankaþjónusta; tryggingastarfsemi; fasteigna­þjónusta.

Flokkur 37. Mannvirkjagerð; uppsetninga- og viðgerðarþjónusta; námuvinnsla, olíu- og gasborun.

Flokkur 38. Fjarskiptaþjónusta.

Flokkur 39. Flutningar; pökkun og geymsla vöru; ferðaþjónusta.

Flokkur 40. Meðferð efna; endurvinnsla úrgangs og sorps; lofthreinsun og meðhöndlun vatns; prentþjónusta; varðveisla matar og drykkjar.

Flokkur 41. Fræðsla; þjálfun; skemmtistarfsemi; íþrótta- og menningarstarfsemi.

Flokkur 42. Vísinda- og tækniþjónusta og rannsóknir og hönnun í tengslum við það; rannsóknar-, greiningar- og hönnunarþjónusta á sviði iðnaðar; gæðaeftirlit og sannvottunarþjónusta; hönnun og þróun tölvubúnaðar og tölvuhugbúnaðar.

Flokkur 43. Veitingaþjónusta; tímabundin gistiþjónusta.

Flokkur 44. Læknisþjónusta; dýralæknisþjónusta; fegrunar- og snyrtiþjónusta fyrir menn eða dýr; þjónusta við landbúnað, lagareldi, garðyrkju og skógrækt.

Flokkur 45. Lögfræðiþjónusta; persónuleg öryggisþjónusta til verndar áþreifanlegum eignum og einstaklingum; stefnumótaþjónusta; samfélagsmiðlaþjónusta á internetinu; útfararþjónusta; barnagæsla.

Almennt um flokkun

Vörumerki þarf alltaf að skrá fyrir ákveðnar vörur og/eða þjónustu. 

Mikilvægt er að vanda til verka þegar listi yfir vöru og/eða þjónustu er settur saman því ekki er hægt að bæta við flokkum eða tilgreiningum eftir að umsókn hefur verið send inn. 

Flokkarnir eru 45; flokkar 1-34 eru fyrir vörur og 35-45 fyrir þjónustu. Yfirskriftir flokkanna (1–45) gefa vísbendingu um það hvaða vörur og þjónusta falla undir hvern flokk. Nokkur atriði í yfirskriftum flokkanna eru feitletruð þar sem þau eru talin of víðtæk og fást því ekki samþykkt án frekari skýringa.